Sigldi á björgunarskipið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 08:45 Komið með eftirlifenduna að landi. Vísir/AFP Nú virðist komið í ljós að skipstjóri flóttamannabátsins sem fórst á Miðjarðarhafi á sunnudag með þeim afleiðingum að rúmlega átta hundruð fórust, sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. Saksóknarar á Ítalíu fullyrða þetta eftir samtöl við vitni en skipstjórinn er nú í haldi, sakaður um manndráp af gáleysi.Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.Mohammed Ali Malek og Mahmud Bikhit, en þeir tóku þátt í að reyna að smygla fólkinu til Evrópu.Vísir/AFPUm þrjátíu sinnum fleiri hafa nú látið lífið miðað við sama tíma í fyrra og miðað við það má reikna með að allt að þrjátíu þúsund manns drukkni í hafinu á árinu, verði ekki gripið til aðgerða. Á síðustu tveimur vikum hefur meira en tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af fleyjum sem sum hver vart fljóta, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af. Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins. Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum. Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nú virðist komið í ljós að skipstjóri flóttamannabátsins sem fórst á Miðjarðarhafi á sunnudag með þeim afleiðingum að rúmlega átta hundruð fórust, sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. Saksóknarar á Ítalíu fullyrða þetta eftir samtöl við vitni en skipstjórinn er nú í haldi, sakaður um manndráp af gáleysi.Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.Mohammed Ali Malek og Mahmud Bikhit, en þeir tóku þátt í að reyna að smygla fólkinu til Evrópu.Vísir/AFPUm þrjátíu sinnum fleiri hafa nú látið lífið miðað við sama tíma í fyrra og miðað við það má reikna með að allt að þrjátíu þúsund manns drukkni í hafinu á árinu, verði ekki gripið til aðgerða. Á síðustu tveimur vikum hefur meira en tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af fleyjum sem sum hver vart fljóta, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af. Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins. Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32