Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:36 Múgur og margmenni er í héraðsdómi. Vísir/GVA Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00