Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 13:03 Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandaði við grísku eyjuna Rhódos í gær. Vísir/AFP Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley. Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32