Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:34 „Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37