Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. apríl 2015 10:53 Pétur Kristinn Guðmarsson ræðir við verjanda sinn í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA „Ef ég verð fundinn sekur þá finnst mér eins og kerfið hafi brugðist mér,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn níu fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem ákærðir eru í stóru markaðsmisnotkunarmáli. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég er saklaus af þessari ákæru,“ sagði Pétur Kristinn þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Hann starfaði hjá Kaupþingi sem starfsmaður eigin viðskipta bankans. Hann er ákærður fyrir að hafa framkvæmd markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008 að undirlagi yfirmanna sinna. Segir í ákæru að Pétur hafi ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór kauptilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. „Þegar framboð á hlutabréfunum varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Kaupþings mættu ákærðu, Birnir Sær og Pétur Kristinn, því að jafnaði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og hægði þannig á eða stöðvuðu verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkað að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í í kauphöllunum, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna,“ eins og segir í ákærunni.Leit upp til yfirmanna sinna Pétur starfaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings frá desember 2005. Hann segist hafa lært af þeim sem hann starfaði með. „Ég hef alltaf leitast við að gera allt vel og rétt sem ég hef gert,“ sagði Pétur. Hann hafi fengið skýr fyrirmæli, almennt eða bein fyrirmæli. „Ég var að fylgja fyrirmælum eða stefnu minna yfirmanna,“ sagði Pétur. „Sumir voru álitnir súperstjörnur á Íslandi á þessum tíma.“ Pétur sagði að komið hefði fyrir að hann var ekki sammála þeim fyrirmælum sem hann fékk en hafi þó gert sitt besta til að fylgja þeim. „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt.“ Tók ákærði sem dæmi um hversu mikið traust var borið til stjórnenda Kaupþings lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, skömmu fyrir hrunið. Þá bætti hann við að enginn eftirlitsaðili hefði nokkru sinni gert athugasemd við hegðun sína á markaði.Trúði og treysti sínum yfirmönnum „Í raun má líta svo á að yfirmenn hafi verið viðskiptavinir eigin viðskipta Kaupþings og við verið að miðla viðskiptum þeirra,“ sagði Pétur. Á tímabili hafi hlutabréf verið seld án hans aðkomu. Hann hafi almennt litið á slíka sölu með jákvæðum augum. „Ég gerði ráð fyrir því að stjórnendur bankans hefðu hagsmuni hans að leiðarljósi.“ Pétur benti á að sérstakur saksóknari hefði ákveðið að byggja ákæru sína á einu mesta lækkunartímabili á hlutabréfamörkuðum síðan árið 1929. „Ég trúði og treysti mínum yfirmönnum,“ sagði Pétur og bætti við: „Ég trúði og treysti á kerfið.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
„Ef ég verð fundinn sekur þá finnst mér eins og kerfið hafi brugðist mér,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn níu fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem ákærðir eru í stóru markaðsmisnotkunarmáli. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég er saklaus af þessari ákæru,“ sagði Pétur Kristinn þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Hann starfaði hjá Kaupþingi sem starfsmaður eigin viðskipta bankans. Hann er ákærður fyrir að hafa framkvæmd markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008 að undirlagi yfirmanna sinna. Segir í ákæru að Pétur hafi ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór kauptilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. „Þegar framboð á hlutabréfunum varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Kaupþings mættu ákærðu, Birnir Sær og Pétur Kristinn, því að jafnaði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og hægði þannig á eða stöðvuðu verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkað að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í í kauphöllunum, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna,“ eins og segir í ákærunni.Leit upp til yfirmanna sinna Pétur starfaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings frá desember 2005. Hann segist hafa lært af þeim sem hann starfaði með. „Ég hef alltaf leitast við að gera allt vel og rétt sem ég hef gert,“ sagði Pétur. Hann hafi fengið skýr fyrirmæli, almennt eða bein fyrirmæli. „Ég var að fylgja fyrirmælum eða stefnu minna yfirmanna,“ sagði Pétur. „Sumir voru álitnir súperstjörnur á Íslandi á þessum tíma.“ Pétur sagði að komið hefði fyrir að hann var ekki sammála þeim fyrirmælum sem hann fékk en hafi þó gert sitt besta til að fylgja þeim. „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt.“ Tók ákærði sem dæmi um hversu mikið traust var borið til stjórnenda Kaupþings lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, skömmu fyrir hrunið. Þá bætti hann við að enginn eftirlitsaðili hefði nokkru sinni gert athugasemd við hegðun sína á markaði.Trúði og treysti sínum yfirmönnum „Í raun má líta svo á að yfirmenn hafi verið viðskiptavinir eigin viðskipta Kaupþings og við verið að miðla viðskiptum þeirra,“ sagði Pétur. Á tímabili hafi hlutabréf verið seld án hans aðkomu. Hann hafi almennt litið á slíka sölu með jákvæðum augum. „Ég gerði ráð fyrir því að stjórnendur bankans hefðu hagsmuni hans að leiðarljósi.“ Pétur benti á að sérstakur saksóknari hefði ákveðið að byggja ákæru sína á einu mesta lækkunartímabili á hlutabréfamörkuðum síðan árið 1929. „Ég trúði og treysti mínum yfirmönnum,“ sagði Pétur og bætti við: „Ég trúði og treysti á kerfið.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00