Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 14:44 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sakar forsvarsmenn Spalar ehf. um lögbrot og höfðar til samvisku þeirra. Vísir/Pjetur/Anton „Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“ Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
„Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“
Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira