Forstjóri Landspítalans: Raunverulega hætta á því að einhver skaðist eða láti lífið Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 22:01 Páll Matthíasson. Vísir/Valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira