Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 19:16 Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20
Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00