Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 13:00 Giedrius hefur leikið með Haukum undanfarin þrjú tímabil. vísir/stefán Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim. Þessi 27 ára gamli markvörður frá Litháen hefur varið eins og berserkur og er í lykilhlutverki hjá Haukum sem hefur leikið liða best í úrslitakeppninni. Haukar, sem enduðu í 5. sæti í Olís-deildinni, byrjuðu á því að slá erkifjendurna í FH út, 2-0. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-32 en FH-ingar klóruðu í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa lent átta mörkum undir, 13-21, snemma í seinni hálfleik. Giedrius varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og fylgdi því eftir með því að verja 10 skot í öðrum leiknum sem Haukar unnu 28-24.Giedrius er með 44,5% markvörslu í úrslitakeppninni.vísir/andri marinóGiedrius lék vel í leikjunum við FH en enn betur í undanúrslitunum gegn deildarmeisturum Vals. Litháinn varði 13 skot í fyrsta leiknum sem Haukar unnu 24-32 en það var í öðrum leiknum sem hann sprakk gjörsamlega út. Giedrius varði alls 22 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum sem Haukar unnu með tveimur mörkum, 21-19. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hrósaði markverðinum í hástret í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég held að hann sé góð fyrirmynd fyrir aðra handbolta- og íþróttamenn. Hann leggur sig 100% fram á öllum æfingum. „Hann hefur átt fá slaka leiki í vetur og hann er fyrirmyndar persónuleiki og með rétt viðhorf til íþróttarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að standa sig vel,“ sagði Patrekur um markvörðinn sinn sem hélt áfram þar sem frá var horfið í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni sem Haukar unnu 22-29. Giedrius varði 21 skot, þar af tvö víti, og var með hlutfallsmarkvörslu upp á 53%. Valsmenn fundu einfaldlega ekki leið framhjá honum en Giedrius fékk til að mynda ekki á mark síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik en Haukar leiddu með átta mörkum eftir hann, 6-14. Giedrius fór sérstaklega illa með frændurna frá Akureyri í liði Vals, þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason, eins og fram kom í úttekt Vísis eftir þriðja leikinn. Geir og Guðmundur fundu sig engan veginn í rimmunni við Hauka en Giedrius varði 10 skot frá hvorum þeirra en 35,7% af þeim skotum sem hann varði í einvíginu voru frá frændunum að norðan.Giedrius í kunnuglegri stellingu.vísir/ernirHér að neðan má sjá hvernig Giedrius hefur varið í þeim fimm leikjum sem Haukar hafa spilað í úrslitakeppninni 2015.FH 29-32 Haukar 15/1 skot varin (44/4 fengin á sig)=34% hlutfallsmarkvarslaHaukar 28-24 FH 10/1 (25/3)=40%Valur 24-32 Haukar 13 (32/3)=41%Haukar 21-19 Valur 22 (41/1)=54%Valur 22-29 Haukar 21/1 (40/1)=53%Samtals: 81/3 (182/12)=44,5% Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim. Þessi 27 ára gamli markvörður frá Litháen hefur varið eins og berserkur og er í lykilhlutverki hjá Haukum sem hefur leikið liða best í úrslitakeppninni. Haukar, sem enduðu í 5. sæti í Olís-deildinni, byrjuðu á því að slá erkifjendurna í FH út, 2-0. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-32 en FH-ingar klóruðu í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa lent átta mörkum undir, 13-21, snemma í seinni hálfleik. Giedrius varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og fylgdi því eftir með því að verja 10 skot í öðrum leiknum sem Haukar unnu 28-24.Giedrius er með 44,5% markvörslu í úrslitakeppninni.vísir/andri marinóGiedrius lék vel í leikjunum við FH en enn betur í undanúrslitunum gegn deildarmeisturum Vals. Litháinn varði 13 skot í fyrsta leiknum sem Haukar unnu 24-32 en það var í öðrum leiknum sem hann sprakk gjörsamlega út. Giedrius varði alls 22 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum sem Haukar unnu með tveimur mörkum, 21-19. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hrósaði markverðinum í hástret í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég held að hann sé góð fyrirmynd fyrir aðra handbolta- og íþróttamenn. Hann leggur sig 100% fram á öllum æfingum. „Hann hefur átt fá slaka leiki í vetur og hann er fyrirmyndar persónuleiki og með rétt viðhorf til íþróttarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að standa sig vel,“ sagði Patrekur um markvörðinn sinn sem hélt áfram þar sem frá var horfið í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni sem Haukar unnu 22-29. Giedrius varði 21 skot, þar af tvö víti, og var með hlutfallsmarkvörslu upp á 53%. Valsmenn fundu einfaldlega ekki leið framhjá honum en Giedrius fékk til að mynda ekki á mark síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik en Haukar leiddu með átta mörkum eftir hann, 6-14. Giedrius fór sérstaklega illa með frændurna frá Akureyri í liði Vals, þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason, eins og fram kom í úttekt Vísis eftir þriðja leikinn. Geir og Guðmundur fundu sig engan veginn í rimmunni við Hauka en Giedrius varði 10 skot frá hvorum þeirra en 35,7% af þeim skotum sem hann varði í einvíginu voru frá frændunum að norðan.Giedrius í kunnuglegri stellingu.vísir/ernirHér að neðan má sjá hvernig Giedrius hefur varið í þeim fimm leikjum sem Haukar hafa spilað í úrslitakeppninni 2015.FH 29-32 Haukar 15/1 skot varin (44/4 fengin á sig)=34% hlutfallsmarkvarslaHaukar 28-24 FH 10/1 (25/3)=40%Valur 24-32 Haukar 13 (32/3)=41%Haukar 21-19 Valur 22 (41/1)=54%Valur 22-29 Haukar 21/1 (40/1)=53%Samtals: 81/3 (182/12)=44,5%
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30