Handbolti

Þórey Rósa og félagar fengu stóran skell og eru úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Þórey Rósa Stefánsdóttir. Vísir/Daníel
Þórey Rósa Stefánsdóttir og félagar hennar í Vipers frá Kristiansand tókst ekki að tryggja sér sæti í lokaúrslitum um norska meistaratitilinn þrátt fyrir góða stöðu eftir fyrri leikinn.

Vipers Kristiansand vann sex marka sigur á Larvik, 31-25, í fyrri undanúrslitaleik liðanna en Larvik-liðið hefur verið ósgrandi síðustu árin.

Larvik sýndi styrk sinn í dag með því að vinna seinni undanúrslitaleikinn með þrettán marka mun, 31-18, og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu en staðan var 21-7 í hálfleik.

Staðan var 4-4 eftri fjögurra mínútna leik en þá komu fimm mörk í röð frá Larvik-liðuinu sem á endanum komst í 24-7 þegar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin.

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú marka Vipers í leiknum og var þriðja markahæst í liðinu.

Í liði Larvik eru margir lykilmenn úr norska handboltalandsliðið og þær eru illviðráðanlegar á góðum degi eins og í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×