Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 09:45 Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. Vísir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira