Sjúklingar og ferðamenn saman á Hótel Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. maí 2015 21:00 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira