Aðgerðir stjórnvalda tengjast launakröfum Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:36 Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira