Norðmenn án stærstu stjörnu sinnar á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2015 16:45 Caroline Graham Hansen í leik með Wolfsburg. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið í fótbolta verður án lykilleikmanns í úrslitakeppni HM í Kanada sem hefst í næsta mánuði því Caroline Graham Hansen er meidd. Landsliðsþjálfarinn Truls Straume-Næsheim var búin að velja Caroline Graham Hansen í HM-hópinn en eftir skoðun hjá læknaliðinu í gær kom í ljós að hún gæti ekki verið með. Caroline Graham Hansen sló í gegn á Em 2013 þegar norska liðið fór alla leið í úrslitaleikinn en þá var hún aðeins átján ára gömul. Hansen lék áður með Stabæk en spilar nú með þýska stórliðinu Wolfsburg. Caroline Graham Hansen skoraði 8 mörk og gaf 8 stoðsendingar í 9 leikjum í undankeppni HM þar sem norsku stelpurnar unnu sinn riðil. Hansen fór til Wolfsburg í haust en hefur lítið getað spilað vegna hnémeiðslanna. „Það hefur verið draumur hjá mér að spila á HM en ég sé það núna að ég get ekki spilað með þessa verki," sagði Caroline Graham Hansen í viðtali á heimasíðu norska sambandsins. „Ég er vissulega svekkt en ég veit að ég á mín bestu fótboltaár eftir. Ég vona því að ég eigi eftir að fá tækifæri til að spila á fleiri stórmótum. Ég mun fylgjast með stelpunum á sjónvarpsskjánum," sagði Hansen. Anja Sönstevold kemur inn í norska hópinn fyrir Hansen en Sönstevold er liðsfélagi landsliðsmarkvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur hjá Lilleström. Norðmenn eru í riðli með Þýskalandi, Fílabeinsströndinni og Tælandi og fyrsti leikurinn er á móti Tælandi í Ottawa 7. júní næstkomandi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í fótbolta verður án lykilleikmanns í úrslitakeppni HM í Kanada sem hefst í næsta mánuði því Caroline Graham Hansen er meidd. Landsliðsþjálfarinn Truls Straume-Næsheim var búin að velja Caroline Graham Hansen í HM-hópinn en eftir skoðun hjá læknaliðinu í gær kom í ljós að hún gæti ekki verið með. Caroline Graham Hansen sló í gegn á Em 2013 þegar norska liðið fór alla leið í úrslitaleikinn en þá var hún aðeins átján ára gömul. Hansen lék áður með Stabæk en spilar nú með þýska stórliðinu Wolfsburg. Caroline Graham Hansen skoraði 8 mörk og gaf 8 stoðsendingar í 9 leikjum í undankeppni HM þar sem norsku stelpurnar unnu sinn riðil. Hansen fór til Wolfsburg í haust en hefur lítið getað spilað vegna hnémeiðslanna. „Það hefur verið draumur hjá mér að spila á HM en ég sé það núna að ég get ekki spilað með þessa verki," sagði Caroline Graham Hansen í viðtali á heimasíðu norska sambandsins. „Ég er vissulega svekkt en ég veit að ég á mín bestu fótboltaár eftir. Ég vona því að ég eigi eftir að fá tækifæri til að spila á fleiri stórmótum. Ég mun fylgjast með stelpunum á sjónvarpsskjánum," sagði Hansen. Anja Sönstevold kemur inn í norska hópinn fyrir Hansen en Sönstevold er liðsfélagi landsliðsmarkvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur hjá Lilleström. Norðmenn eru í riðli með Þýskalandi, Fílabeinsströndinni og Tælandi og fyrsti leikurinn er á móti Tælandi í Ottawa 7. júní næstkomandi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira