Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 17:48 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason. vísir „Umboðssvik og markaðsmisnotkun ákærðu áttu þátt í því að leiða bankann til glötunar og gera tjón kröfuhafa og íslensks samfélags mun meira en annars hefði verið,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í málflutningsræðu sinni í dag. Lauk Björn ræðu sinni á því að gera grein fyrir kröfum ákæruvaldsins varðandi refsingar þeirra níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna bankans sem ákærðir eru í málinu. Hann fer fram á óskilorðsbundna dóma yfir þeim öllum nema einum en hámarksrefsing fyrir þau brot sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi.Færu mest í níu ára fangelsiÞrír af þeim sem ákærðir eru í málinu hlutu dóm í Al Thani-málinu svokallaða, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hegningarauki bætist því við þá refsingu sem þremenningarnir hlutu í Al Thani-málinu, verði þeir sakfelldir á ný. Samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot og er það því svo að hægt er að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar. Þrátt fyrir að Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu fór saksóknari engu að síður fram á að í hans tilfelli nýtti dómurinn sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot.Alvarleg og stórfelld brotFyrir dómi í dag vísaði Björn til Al Thani-dómsins og sagði ljóst af honum að Hæstiréttur lyti brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum. Hann bætti svo við: „Þessi brot sem eru hér eru alvarlegri en þau brot sem sakfellt var fyrir þar og hlýtur dómurinn að taka tillit til þess.” Saksóknari tiltók ekki sérstaklega hversu langa refsingu hann fór fram á yfir neinum ákærðu. Í tilfelli verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar, sagði saksóknari að taka ætti tillit til þess að þeir hefðu framið brot sín að undirlagi og samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal Einars Pálma Sigmundssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Engu að síður væru brotin Péturs og Birnis alvarleg og stórfelld, og bæri dómnum að líta til þess.Ekki hægt að sakfella fyrir fullframið brotBjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og er ákærður fyrir lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum. Sagði saksóknari að brot hans væru alvarleg og að refsing hans hlyti því að vera þung. Að lokum fór saksóknari fram á skilorðsbundinn dóm, að hluta eða í heild, yfir Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings á Íslandi. Byggði saksóknari þessa kröfu sína á því að ekki væri hægt að sakfella Björk fyrir fullframið brot heldur aðeins tilraun til brots. Á morgun flytja verjendur Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar málflutningsræður sínar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 "Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
„Umboðssvik og markaðsmisnotkun ákærðu áttu þátt í því að leiða bankann til glötunar og gera tjón kröfuhafa og íslensks samfélags mun meira en annars hefði verið,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í málflutningsræðu sinni í dag. Lauk Björn ræðu sinni á því að gera grein fyrir kröfum ákæruvaldsins varðandi refsingar þeirra níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna bankans sem ákærðir eru í málinu. Hann fer fram á óskilorðsbundna dóma yfir þeim öllum nema einum en hámarksrefsing fyrir þau brot sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi.Færu mest í níu ára fangelsiÞrír af þeim sem ákærðir eru í málinu hlutu dóm í Al Thani-málinu svokallaða, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hegningarauki bætist því við þá refsingu sem þremenningarnir hlutu í Al Thani-málinu, verði þeir sakfelldir á ný. Samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot og er það því svo að hægt er að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar. Þrátt fyrir að Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu fór saksóknari engu að síður fram á að í hans tilfelli nýtti dómurinn sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot.Alvarleg og stórfelld brotFyrir dómi í dag vísaði Björn til Al Thani-dómsins og sagði ljóst af honum að Hæstiréttur lyti brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum. Hann bætti svo við: „Þessi brot sem eru hér eru alvarlegri en þau brot sem sakfellt var fyrir þar og hlýtur dómurinn að taka tillit til þess.” Saksóknari tiltók ekki sérstaklega hversu langa refsingu hann fór fram á yfir neinum ákærðu. Í tilfelli verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar, sagði saksóknari að taka ætti tillit til þess að þeir hefðu framið brot sín að undirlagi og samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal Einars Pálma Sigmundssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Engu að síður væru brotin Péturs og Birnis alvarleg og stórfelld, og bæri dómnum að líta til þess.Ekki hægt að sakfella fyrir fullframið brotBjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og er ákærður fyrir lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum. Sagði saksóknari að brot hans væru alvarleg og að refsing hans hlyti því að vera þung. Að lokum fór saksóknari fram á skilorðsbundinn dóm, að hluta eða í heild, yfir Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings á Íslandi. Byggði saksóknari þessa kröfu sína á því að ekki væri hægt að sakfella Björk fyrir fullframið brot heldur aðeins tilraun til brots. Á morgun flytja verjendur Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar málflutningsræður sínar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 "Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50
"Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11