Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Linda Blöndal skrifar 16. maí 2015 19:30 Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp.Samkomulagið ekki lengur í gildiÍ verkfalli dýralækna hafa kjúklingabændur fengið undanþágu fyrir slátrun en samningur milli bænda og dýralæknafélagins var gerður um undanþágur gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki selt. Bændur telja nú að samkomulagið sé ekki lengur í gildi. Kjöt frá Matfugl og Reykjagarði, tveimur af þremur ræktendum, má nú finna í stórmörkuðum en þessi fyrirtæki hafna nú því samkomulagi sem gert var við dýralækna. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjagarði sem framleiðir Holta kjúkling, segir að steininn hafi tekið úr þegar undanþágunefnd dýralækna neitaði í gær að leyfa slátrun og sölu kjötsins. Hann segir að dýralæknar hefðu gefið til kynna að þeir myndu verða sveigjanlegri en þau fyrirheit hafi að engu orðið. Þolinmæðin þrotin„Okkar þolinmæði var bara þrotin. Við erum búin að vera bundin með kjötbirgðir nú á fjórðu viku, rekstrarféð er uppurið, við höfum lítið sem ekkert fjármagn til að reka fyrirtækið og það gengur bara ekki lengur.“ Aðspurður hvort kjúklingabændur séu að ganga á bak orða sinna gagnvart því samkomulagi sem var við dýralækna, segir Matthías ekki svo vera. „Nei, það hefur verið ýjað að því að leysa málin á ákveðinn hátt, að leyfa einhverjum að slátra, sem Dýralæknafélagið stóð ekki við,“ sagði Matthías í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það var ákveðið útlegg sem þeir lögðu fram um að við myndum halda áfram að slátra og frysta kjötið en taka út á móti tvöfalt magn úr frosti, þýða það og dreifa því. Það var það sem þeir sjálfir lögðu til, svona á milli manna án þess að neitt skriflegt sé til um það.“Vilja athuga með bæturSvína- og alifuglafyrirtæki hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna þeirra skilyrða sem dýralæknar settu og vilja að athugað verði hvort samkeppnislög hafði verið brotin. Einnig skoða fyrirtækin nú hvort sækja megi bætur fyrir það tjón sem orðið hafi „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“ eins og stendur í yfirlýsingunni. Nógu löng „þrautarganga“„Það verður bara að reyna að leysa þetta viðfangsefni og leyfa okkur að slátra. Við erum þegar búnir að ganga þrautargönguna nógu lengi,“ bætti Matthías við. Ekki náðist í talsmann dýralækna eða formann Dýralæknafélagsins í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Nautakjötið að klárast: „Við erum búnir með okkar“ Kjötvinnslan Norðlenska að klára birgðir sínar af nautakjöti. 13. maí 2015 10:27 Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Löngu orðið tímabært segir framkvæmdastjóri Matfugls. Formaður BHM segir að skoða þurfi málið. 15. maí 2015 21:15 Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið. 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp.Samkomulagið ekki lengur í gildiÍ verkfalli dýralækna hafa kjúklingabændur fengið undanþágu fyrir slátrun en samningur milli bænda og dýralæknafélagins var gerður um undanþágur gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki selt. Bændur telja nú að samkomulagið sé ekki lengur í gildi. Kjöt frá Matfugl og Reykjagarði, tveimur af þremur ræktendum, má nú finna í stórmörkuðum en þessi fyrirtæki hafna nú því samkomulagi sem gert var við dýralækna. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjagarði sem framleiðir Holta kjúkling, segir að steininn hafi tekið úr þegar undanþágunefnd dýralækna neitaði í gær að leyfa slátrun og sölu kjötsins. Hann segir að dýralæknar hefðu gefið til kynna að þeir myndu verða sveigjanlegri en þau fyrirheit hafi að engu orðið. Þolinmæðin þrotin„Okkar þolinmæði var bara þrotin. Við erum búin að vera bundin með kjötbirgðir nú á fjórðu viku, rekstrarféð er uppurið, við höfum lítið sem ekkert fjármagn til að reka fyrirtækið og það gengur bara ekki lengur.“ Aðspurður hvort kjúklingabændur séu að ganga á bak orða sinna gagnvart því samkomulagi sem var við dýralækna, segir Matthías ekki svo vera. „Nei, það hefur verið ýjað að því að leysa málin á ákveðinn hátt, að leyfa einhverjum að slátra, sem Dýralæknafélagið stóð ekki við,“ sagði Matthías í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það var ákveðið útlegg sem þeir lögðu fram um að við myndum halda áfram að slátra og frysta kjötið en taka út á móti tvöfalt magn úr frosti, þýða það og dreifa því. Það var það sem þeir sjálfir lögðu til, svona á milli manna án þess að neitt skriflegt sé til um það.“Vilja athuga með bæturSvína- og alifuglafyrirtæki hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna þeirra skilyrða sem dýralæknar settu og vilja að athugað verði hvort samkeppnislög hafði verið brotin. Einnig skoða fyrirtækin nú hvort sækja megi bætur fyrir það tjón sem orðið hafi „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“ eins og stendur í yfirlýsingunni. Nógu löng „þrautarganga“„Það verður bara að reyna að leysa þetta viðfangsefni og leyfa okkur að slátra. Við erum þegar búnir að ganga þrautargönguna nógu lengi,“ bætti Matthías við. Ekki náðist í talsmann dýralækna eða formann Dýralæknafélagsins í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Nautakjötið að klárast: „Við erum búnir með okkar“ Kjötvinnslan Norðlenska að klára birgðir sínar af nautakjöti. 13. maí 2015 10:27 Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Löngu orðið tímabært segir framkvæmdastjóri Matfugls. Formaður BHM segir að skoða þurfi málið. 15. maí 2015 21:15 Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið. 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10
Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33
Nautakjötið að klárast: „Við erum búnir með okkar“ Kjötvinnslan Norðlenska að klára birgðir sínar af nautakjöti. 13. maí 2015 10:27
Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Löngu orðið tímabært segir framkvæmdastjóri Matfugls. Formaður BHM segir að skoða þurfi málið. 15. maí 2015 21:15
Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið. 5. maí 2015 07:00