Segir stefna í fordæmalausa stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 13:14 Páll Matthíasson. „Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira