Bara undir í tæpar fimm mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 06:00 Haukarnir spiluðu frábærlega í úrslitakeppninni. vísir/ernir Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15