Veðið vegna hlutabréfakaupa Skúla í Kaupþingi „bara smotterí” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 20:30 Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Holt Investment, gaf símaskýrslu fyrir dómi í dag. Myndir/Þök/GVA Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Holt Investment, gaf símaskýrslu fyrir dómi í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Holt í bankanum, þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara fékk félagið þrjú lán frá Kaupþingi á árinu 2008 til að kaupa rúmlega 25 milljón hluti í bankanum. Lánin námu samtals rúmlega 18 milljörðum króna og átti félagið um 3,5% í Kaupþingi eftir viðskiptin.Bað Skúla um að gerast hluthafi og sagðist lána honum fyrir kaupunum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Skúla hvernig kaup Holt Investment í Kaupþingi hefðu komið til. „Magnús [Guðmundsson] hringdi í mig á sínum tíma í byrjun febrúar 2008 og vildi fá mig sem hluthafa inn í Kaupþing. Þetta var náttúrulega umtalsverð upphæð og stór hluti en hann sagði að þeir væru tilbúnir til að lána fyrir kaupunum. Á móti átti ég svo að leggja fram viðbótartryggingu sem voru bréf mín í Exista upp á tæpan milljarð,” sagði Skúli. Hann sagði að Magnús hefði sagt við sig að stjórnendur bankans vildu fá hann sem hluthafa en engin nöfn hefðu verið nefnd í því samhengi. Saksóknari spurði þá hvort hann sjálfur hefði verið í einhverjum samskiptum við Hreiðar Már, Sigurð Einarsson eða Ingólf Helgason og svaraði Skúli því til að hann hefði aldrei talað við þá. Skúli gat litlu svarað um á hvaða verði hlutabréfin hefðu verið keypt, hver hefði heimilað lánveitinguna eða hvort hann þekkti tryggingu á endurgreiðslu lánanna. Þá kvaðst Skúli ekki hafa vitað að Exista-bréf hans hefðu ekki verið tekin að veði fyrr en nokkrum mánuðum eftir að hann hafði lagt þau fram í febrúar 2008. Hann hefði skilið það sem svo að það veð væri bankans frá fyrsta degi auk þess sem bankinn var með veð í hlutabréfum Holt í Kaupþingi.Einn milljarður á móti 16-17 milljörðum Í símtali sem hlerað var við rannsókn málsins vorið 2010 og spilað var fyrir dómi í dag ræðir einn ákærðu í málinu, Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, við Rúnar Magna Jónsson, undirmann sinn, um viðskipti Holt og veðið í Exista-bréfunum. Í símtalinu segir Rúnar Magni bréfin „bara smotterí, einhver milljarður [...] á móti sko 16-17 milljörðum. [...] Þetta er bara til málamynda [...]” Rúnar Magni bar vitni í málinu í dag og beðinn um að útskýra þessi orð sín sagði hann að í hlutfalli við lánin hefði milljarður verið lág upphæð sem veð. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18 Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12 Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 12. maí 2015 13:15 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Holt Investment, gaf símaskýrslu fyrir dómi í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Holt í bankanum, þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara fékk félagið þrjú lán frá Kaupþingi á árinu 2008 til að kaupa rúmlega 25 milljón hluti í bankanum. Lánin námu samtals rúmlega 18 milljörðum króna og átti félagið um 3,5% í Kaupþingi eftir viðskiptin.Bað Skúla um að gerast hluthafi og sagðist lána honum fyrir kaupunum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Skúla hvernig kaup Holt Investment í Kaupþingi hefðu komið til. „Magnús [Guðmundsson] hringdi í mig á sínum tíma í byrjun febrúar 2008 og vildi fá mig sem hluthafa inn í Kaupþing. Þetta var náttúrulega umtalsverð upphæð og stór hluti en hann sagði að þeir væru tilbúnir til að lána fyrir kaupunum. Á móti átti ég svo að leggja fram viðbótartryggingu sem voru bréf mín í Exista upp á tæpan milljarð,” sagði Skúli. Hann sagði að Magnús hefði sagt við sig að stjórnendur bankans vildu fá hann sem hluthafa en engin nöfn hefðu verið nefnd í því samhengi. Saksóknari spurði þá hvort hann sjálfur hefði verið í einhverjum samskiptum við Hreiðar Már, Sigurð Einarsson eða Ingólf Helgason og svaraði Skúli því til að hann hefði aldrei talað við þá. Skúli gat litlu svarað um á hvaða verði hlutabréfin hefðu verið keypt, hver hefði heimilað lánveitinguna eða hvort hann þekkti tryggingu á endurgreiðslu lánanna. Þá kvaðst Skúli ekki hafa vitað að Exista-bréf hans hefðu ekki verið tekin að veði fyrr en nokkrum mánuðum eftir að hann hafði lagt þau fram í febrúar 2008. Hann hefði skilið það sem svo að það veð væri bankans frá fyrsta degi auk þess sem bankinn var með veð í hlutabréfum Holt í Kaupþingi.Einn milljarður á móti 16-17 milljörðum Í símtali sem hlerað var við rannsókn málsins vorið 2010 og spilað var fyrir dómi í dag ræðir einn ákærðu í málinu, Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, við Rúnar Magna Jónsson, undirmann sinn, um viðskipti Holt og veðið í Exista-bréfunum. Í símtalinu segir Rúnar Magni bréfin „bara smotterí, einhver milljarður [...] á móti sko 16-17 milljörðum. [...] Þetta er bara til málamynda [...]” Rúnar Magni bar vitni í málinu í dag og beðinn um að útskýra þessi orð sín sagði hann að í hlutfalli við lánin hefði milljarður verið lág upphæð sem veð.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18 Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12 Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 12. maí 2015 13:15 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18
Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12
Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 12. maí 2015 13:15
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00