Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 14:18 Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, er lengst til vinstri á myndinni. Vísir Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45