Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 17:45 Saksóknarateymið sem sækir málið gegn Kaupþingsmönnum fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59