Erlent

Þúsundir flóttamanna fastir undan strönd Taílands

Atli Ísleifsson skrifar
Flóttamenn frá Bangladess og Mjanmar reyna margir að komast til Taílands.
Flóttamenn frá Bangladess og Mjanmar reyna margir að komast til Taílands. Vísir/AFP
Mörg þúsund flóttamenn frá Bangladess og Mjanmar eru nú stand á hafi úti undan strönd Taílands. Talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar (IOM) greinir frá þessu.

Í frétt BBC kemur fram að taílensk yfirvöld hafi skorið upp herör gegn komu flóttamanna til landsins og að smyglarar hika nú við að koma þeim alla leið á land.

Talið er að allt að átta þúsund flóttamenn séu nú fastir á bátum undan strönd Taílands.

Á síðustu tveimur dögum hafa rúmlega tvö þúsund flóttamenn einnig komið til Malasíu og Indónesíu eftir að hafa verið bjargað eða synt á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×