Dagný og Guðmunda: Gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 28. maí 2015 22:21 Dagný og Guðmunda voru sáttar að leik loknum. Vísir/iþs Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13
KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00
Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann