„Sjúkdómar fara ekki í verkföll“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2015 18:22 "Þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. vísir/völundur jónsson Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum. Verkfall 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum.
Verkfall 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira