BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2015 22:24 Háskólamenn eru ósáttir við ummæli forsætisráðherra. Vísir Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47