Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2015 22:04 Í bakgrunn sést glitta í hina rússnesku Polinu Gagarina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag. „Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015 Eurovision Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag. „Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015
Eurovision Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15