Áfengar bollakökur í Eurovision-partýið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2015 11:15 Þeir sem ekki vilja áfengi geta notað mjólk í staðinn. vísir/thelma þorbergsdóttir Áfengar bollakökur eru tilvaldar í Eurovision-partýið í kvöld. Eða allavega fyrir þá allra hörðustu. Thelma Þorbergsdóttir matgæðingur tók saman þessar dýrindis uppskriftir en í bollakökunum eru hennar uppáhalds drykkir sem hún segir bragðast langtum betur í kökunum sjálfum en glasinu. Gin & Tonic bollakökur12 stk.Innihald 180 g smjör við stofuhita 180 g sykur 2 egg 200 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar 1 stk límóna, rífið börkinn og notið í kökuna (safinn fer í kremið) 3 msk tonic vatn 2 msk gin Lýsing Hitið ofninn í 170 gráðu hita. Setjið bollakökuform í eldfast mót og setjið til hliðar. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við og hrærið vel, gott er að skafa skálina að innan með sleif. Blandið hveiti og lyftidufti saman og setjið saman við blönduna. Bætið berki af einni límónu saman við og hrærið vel. Blandið tónik vatninu og gininu saman og setjið út í deigið, hrærið léttilega eða þar til allt hefur blandast vel saman. Deigið á að vera þykkt í sér. Sprautið deiginu í hvert form fyrir sig og passið að fylla formin ekki meira en 2/3. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Þegar kökurnar eru tilbúnar þá takið þið þær úr ofninum og setjið til hliðar. Penslið smá gini ofan á hverja bollaköku fyrir sig. Fyrir ykkur sem viljið aðeins sterkara bragð geti þið gert þetta nokkrum sinnum. Kælið svo kökurnar alveg áður en þið setjið kremið ofan á.Krem 250 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 1 tsk vanilludropar (2 tsk fyrir þá sem sleppa gininu) Safi úr einni límónu 2 msk gin Lýsing Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykrinum saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum og safa úr einni lime saman við og hrærið vel. Setjið því næst gin saman við og hrærið þar til kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið í sprautupoka, ég notaði stút nr. 1M, og sprautið fallega á hverja köku fyrir sig. Skreytið með lime, regnhlífum, íslenska fánanum eða hverju sem er. Geymið kökurnar í kæli, gott er að taka þær út 30 mínútum áður en þær eru bornar fram. mynd/thelma þorbergsdóttir Mojito bollakökur 12 stk. Innihald 130 ml súrmjólk 10 g fersk mynta 200 g hveiti 2 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 120 g smjör við stofuhita 200 g sykur 2 egg 1 ½ stk límóna, börkur og safi 2 msk romm ½ tsk vanilludropar Toppur 2 msk romm 2 greinar af ferskri myntu Lýsing Byrjið á því að berja myntulaufin ágætlega, t.d. í morteli, setjið myntuna í pott ásamt súrmjólkinni og hitið yfir meðal háum hita. Hitið súrmjólkina þar til hún hefur hitnað vel og nánast farin að sjóða. Passið þó að mjólkin fari ekki að sjóða. Takið pottinn af hellunni og setjið til hliðar. Leyfið myntulaufunum að liggja í bleyti í súrmjólkinni í rúmar 15-20 mínútur. Hellið súrmjólkinni í gegnum sigti ofan í annað ílát, reynið að ná sem mestu í gegnum sigtið til að fá sem mestan safa úr myntunni, myntan á þó ekki að fara með. Súrmjólkin verður skrítin en það er allt í góðu. Hitið ofninn í 170 gráður og raðið bollakökuformum í eldfast mót og setjið til hliðar. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við, einu í senn út í og hrærið stuttlega á milli. Gott er að skafa hliðarnar á skálinni og hræra öllu vel saman. Bætið berkinum og safanum úr 1 ½ lime, vanilludropum og rommi. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman og setjið saman við deigið ásamt súrmjólkinni og hrærið léttilega eða þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið deiginu í bollakökuformin og passið ykkur að fylla þau ekki meira en 2/3. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Á meðan kökurnar bakast, setjið rommið og fersku myntuna saman í pott og hitið yfir meðal háum hita þar til rommið er orðið vel heitt. Passið ykkur að láta rommið alls ekki sjóða. Setjið pottinn til hliðar þar til bollakökurnar eru tilbúnar. Takið bollakökurnar út og látið þær kólna lítillega. Penslið bollakökurnar að ofan með rommblöndunni og látið kökurnar svo kólna alveg áður en sprautið kreminu á þær.Krem 250 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 2 msk safi úr límónu 3 msk romm (2 tsk vanilludropar fyrir þá sem sleppa áfenginu) Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykrinum saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli. Bætið safa úr lime saman við ásamt romminu og hrærið vel þar til kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið í sprautupoka, ég notaði stút nr. 1M, og sprautið fallega á hverja köku fyrir sig. Skreytið með lime, ferskri myntu, lituðum sykri eða hverju sem ykkur dettur í hug. Geymið kökurnar í kæli, gott er að taka þær út 30 mínútum áður en þær eru bornar fram. Þeir sem ekki vilja áfengi geta notað mjólk í staðinn.Fleiri uppskriftir frá Thelmu má finna hér. Bollakökur Eurovision Eurovísir Kökur og tertur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Áfengar bollakökur eru tilvaldar í Eurovision-partýið í kvöld. Eða allavega fyrir þá allra hörðustu. Thelma Þorbergsdóttir matgæðingur tók saman þessar dýrindis uppskriftir en í bollakökunum eru hennar uppáhalds drykkir sem hún segir bragðast langtum betur í kökunum sjálfum en glasinu. Gin & Tonic bollakökur12 stk.Innihald 180 g smjör við stofuhita 180 g sykur 2 egg 200 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar 1 stk límóna, rífið börkinn og notið í kökuna (safinn fer í kremið) 3 msk tonic vatn 2 msk gin Lýsing Hitið ofninn í 170 gráðu hita. Setjið bollakökuform í eldfast mót og setjið til hliðar. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við og hrærið vel, gott er að skafa skálina að innan með sleif. Blandið hveiti og lyftidufti saman og setjið saman við blönduna. Bætið berki af einni límónu saman við og hrærið vel. Blandið tónik vatninu og gininu saman og setjið út í deigið, hrærið léttilega eða þar til allt hefur blandast vel saman. Deigið á að vera þykkt í sér. Sprautið deiginu í hvert form fyrir sig og passið að fylla formin ekki meira en 2/3. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Þegar kökurnar eru tilbúnar þá takið þið þær úr ofninum og setjið til hliðar. Penslið smá gini ofan á hverja bollaköku fyrir sig. Fyrir ykkur sem viljið aðeins sterkara bragð geti þið gert þetta nokkrum sinnum. Kælið svo kökurnar alveg áður en þið setjið kremið ofan á.Krem 250 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 1 tsk vanilludropar (2 tsk fyrir þá sem sleppa gininu) Safi úr einni límónu 2 msk gin Lýsing Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykrinum saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum og safa úr einni lime saman við og hrærið vel. Setjið því næst gin saman við og hrærið þar til kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið í sprautupoka, ég notaði stút nr. 1M, og sprautið fallega á hverja köku fyrir sig. Skreytið með lime, regnhlífum, íslenska fánanum eða hverju sem er. Geymið kökurnar í kæli, gott er að taka þær út 30 mínútum áður en þær eru bornar fram. mynd/thelma þorbergsdóttir Mojito bollakökur 12 stk. Innihald 130 ml súrmjólk 10 g fersk mynta 200 g hveiti 2 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 120 g smjör við stofuhita 200 g sykur 2 egg 1 ½ stk límóna, börkur og safi 2 msk romm ½ tsk vanilludropar Toppur 2 msk romm 2 greinar af ferskri myntu Lýsing Byrjið á því að berja myntulaufin ágætlega, t.d. í morteli, setjið myntuna í pott ásamt súrmjólkinni og hitið yfir meðal háum hita. Hitið súrmjólkina þar til hún hefur hitnað vel og nánast farin að sjóða. Passið þó að mjólkin fari ekki að sjóða. Takið pottinn af hellunni og setjið til hliðar. Leyfið myntulaufunum að liggja í bleyti í súrmjólkinni í rúmar 15-20 mínútur. Hellið súrmjólkinni í gegnum sigti ofan í annað ílát, reynið að ná sem mestu í gegnum sigtið til að fá sem mestan safa úr myntunni, myntan á þó ekki að fara með. Súrmjólkin verður skrítin en það er allt í góðu. Hitið ofninn í 170 gráður og raðið bollakökuformum í eldfast mót og setjið til hliðar. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við, einu í senn út í og hrærið stuttlega á milli. Gott er að skafa hliðarnar á skálinni og hræra öllu vel saman. Bætið berkinum og safanum úr 1 ½ lime, vanilludropum og rommi. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman og setjið saman við deigið ásamt súrmjólkinni og hrærið léttilega eða þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið deiginu í bollakökuformin og passið ykkur að fylla þau ekki meira en 2/3. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Á meðan kökurnar bakast, setjið rommið og fersku myntuna saman í pott og hitið yfir meðal háum hita þar til rommið er orðið vel heitt. Passið ykkur að láta rommið alls ekki sjóða. Setjið pottinn til hliðar þar til bollakökurnar eru tilbúnar. Takið bollakökurnar út og látið þær kólna lítillega. Penslið bollakökurnar að ofan með rommblöndunni og látið kökurnar svo kólna alveg áður en sprautið kreminu á þær.Krem 250 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 2 msk safi úr límónu 3 msk romm (2 tsk vanilludropar fyrir þá sem sleppa áfenginu) Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykrinum saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli. Bætið safa úr lime saman við ásamt romminu og hrærið vel þar til kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið í sprautupoka, ég notaði stút nr. 1M, og sprautið fallega á hverja köku fyrir sig. Skreytið með lime, ferskri myntu, lituðum sykri eða hverju sem ykkur dettur í hug. Geymið kökurnar í kæli, gott er að taka þær út 30 mínútum áður en þær eru bornar fram. Þeir sem ekki vilja áfengi geta notað mjólk í staðinn.Fleiri uppskriftir frá Thelmu má finna hér.
Bollakökur Eurovision Eurovísir Kökur og tertur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira