Handbolti

Verður Guðjón Valur Evrópumeistari?

Guðjón Valur leikur til úrslita með liði sínu Barcelona.
Guðjón Valur leikur til úrslita með liði sínu Barcelona. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Barcelona leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í dag þegar liðið mætir ungverska stórliðinu Veszprem. Barcelona hefur átta sinnum unnið Meistaradeild Evrópu [áður Evrópukeppni meistaraliða], oftar en nokkurt annað lið. Veszprem hefur aldrei unnið þessa keppni.

Þetta er í annað sinn sem Guðjón Valur kemst í úrslit á sínum ferli en í fyrra þurfti hann að bíta í það súra epli að tapa úrslitaleiknum gegn Hamburg, en Guðjón lék þá með Kiel.

Barcelona vann Talant Dusjebaev og lærisveina hans í Kielce í undanúrslitum í gær, 33-28, en Veszprem lagði Íslendingaliðið Kiel að velli, 31-27, þar sem Aron Pálmarsson fór á kostum og skoraði 9 mörk.

Það verða því Kiel og Kielce sem leika um þriðja sætið en þar mætast tveir af sigursælustu þjálfurum Meistaradeildarinnar, Dusjebaev hjá Kielce og okkar maður Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.

Leikur Kiel og Kielce hefst kl. 13:15 og úrslitaleikur Barcelona og Veszprem hefst kl. 16:00. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×