Körfubolti

Nýliðar Stjörnunnar styrkjast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsie í leik gegn Keflavík þar sem hún skoraði 54 stig.
Chelsie í leik gegn Keflavík þar sem hún skoraði 54 stig. mynd/skúli sig/karfan.is
Chelsie Schweers hefur gert samkomulag við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að leika með nýliðunum í Domino's deild kvenna á næsta tímabili.

Chelsie þekkir ágætlega til hér á landi en hún lék með Hamri seinni hluta tímabilsins 2013-14 þar sem hún fór á kostum; skoraði 30,6 stig, tók 8,9 fráköst, gaf 3,9 stoðsendingar og stal 2,2 boltum að meðaltali í 11 leikjum. Þá var skotnýting hennar frábær; 49,6% í tveggja stiga skotum, 48,6% í þristum og 91,8% af vítalínunni.

„Miðað við það sem við höfðum kynnt okkur er Chelsie afburða leikmaður sem einnig vakti athygli fyrir jákvætt hugarfar og góðan liðsanda þegar hún var hér á landinu síðast,“ sagði Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali á Facebook-síðu félagsins.

„Það er yfirlýst stefna hjá okkur í Garðabænum að hafa gaman að hlutunum en á sama tíma að mæta af fullum þunga til leiks og keppa til sigurs í hverjum leik. Að mínu mati er Chelsie frábær viðbót við þann kjarna sem fyrir er og falla vel að okkar áformum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×