Bakarí, veitingastaðir og mötuneyti loka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júní 2015 18:41 Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Verkfall 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Verkfall 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira