Samninganefndir Samiðnar, Grafíu/FBM stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, og Félags hársnyrtisveina, hafa komist að samkomulagi um að fresta boðuðum verkfallsaðgerðum félaganna sem áttu að hefast 10. júni til 22. júní.
Félögin hafa síðustu daga átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga.
Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma.
Fresta boðuðum verkfallsaðgerðum
Birgir Olgeirsson skrifar
