Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 10:23 Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sendi Skemmunni, rafrænu gagnasafni íslensku háskólanna, bréf þann 28. maí síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að BS-ritgerð nýútskrifaðs nema við deildina yrði lokuð almenningi. Ritgerðin hafði verið opin öllum frá því í febrúar þegar nemandinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands.Í Fréttablaðinu í morgun var fjallað um að málið. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá. Friðrik kannast hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.Ekki algeng beiðni Áslaug Agnarsdóttir, umsjónarmaður Skemmunnar, staðfestir í samtali við Vísi að bréf hafi borist frá viðskiptafræðideildinni þann 28. maí. Um leið hafi aðgangi að ritgerðinni verið lokað. Á vef Skemmunnar kemur fram að hún verði lokuð út þetta ár. Umræddur nemandi útskrifaðist frá deildinni í febrúar og var ritgerðin um leið opin almenningi á Skemmunni. Við ritgerðarskil geta nemendur valið hvort ritgerðin verði aðgengileg á útskriftardaginn, valið aðra dagsetningu eða þá kosið að hafa hana lokaða. Ritgerðir eru alltaf læstar fram yfir útskriftardag. Aðspurð hvort algengt sé að óskað sé eftir því að ritgerðir, sem áður stóðu opnar, verði læstar segir Áslaug: „Nei, það er ekki algengt. Það kemur fyrir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Nemandinn vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent og leiðbeinandi í verkefninu sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og skólinn tæki málið mjög alvarlega. Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sendi Skemmunni, rafrænu gagnasafni íslensku háskólanna, bréf þann 28. maí síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að BS-ritgerð nýútskrifaðs nema við deildina yrði lokuð almenningi. Ritgerðin hafði verið opin öllum frá því í febrúar þegar nemandinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands.Í Fréttablaðinu í morgun var fjallað um að málið. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá. Friðrik kannast hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.Ekki algeng beiðni Áslaug Agnarsdóttir, umsjónarmaður Skemmunnar, staðfestir í samtali við Vísi að bréf hafi borist frá viðskiptafræðideildinni þann 28. maí. Um leið hafi aðgangi að ritgerðinni verið lokað. Á vef Skemmunnar kemur fram að hún verði lokuð út þetta ár. Umræddur nemandi útskrifaðist frá deildinni í febrúar og var ritgerðin um leið opin almenningi á Skemmunni. Við ritgerðarskil geta nemendur valið hvort ritgerðin verði aðgengileg á útskriftardaginn, valið aðra dagsetningu eða þá kosið að hafa hana lokaða. Ritgerðir eru alltaf læstar fram yfir útskriftardag. Aðspurð hvort algengt sé að óskað sé eftir því að ritgerðir, sem áður stóðu opnar, verði læstar segir Áslaug: „Nei, það er ekki algengt. Það kemur fyrir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Nemandinn vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent og leiðbeinandi í verkefninu sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og skólinn tæki málið mjög alvarlega.
Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00