Viðskipti erlent

Grikkir fresta greiðslu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Fulltrúar grískra stjórnvalda hafa greint Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá því að Grikkir munu fresta endurgreiðslu á 300 milljóna evra láni til sjóðsins, um 44 milljarða króna.

Í frétt BBC segir að Grikkir hyggist endurgreiða allar fjórar greiðslurnar sem til stendur að endurgreiða til lánadrottna í júní á sama tíma.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú að því að ná samkomulagi við lánadrottna áður en sjóðir Grikkja tæmast.


Tengdar fréttir

Grikkir höfnuðu samningnum

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sagði skilyrði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að leysa skuldavanda landsins ósanngjörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×