Ísland vann tvenn verðlaun í skotfimi á Smáþjóðaleikunum í dag en keppt var í 60 skotum liggjandi (enskum) riffli. Eric Lanza frá Mónakó bar sigur úr býtum en Jón Þór Sigurðsson varð annar og Guðmundur Helgi Christensen þriðji.
Jón Þór komst í lokaúrslitin gegn Lanza en endaði einungis einu og hálfu stigi á eftir Lanza.
Keppni færðist frá Íþrótthúsi fatlaðra á skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þar sem keppt var utandyra í dag.
Síðasti keppnisdagur skotíþróttanna er á morgun en þá verður keppt í Skeet á Álfsnesi.
