Flúraði löpp á löppina Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. júní 2015 09:30 Húðflúrssögur í Glamour. Í nýjasta tölublaði Glamour má finna umfjöllun um húðflúr - Að sjá eftir húðflúri – misgóðar ákvarðanir í tengslum við tattú Fólk hefur ólíkar skoðanir á húðflúri. Sumir vilja láta þekja sig í bleki, öðrum finnst húðflúr ljótt. Allt þar á milli er líka til. Sé fólk orðið sjálfráða og hafi hug á að láta húðflúra sig er það gott og blessað ef rétt er að öllu staðið og vandað til verka. En tattú hefur ólíka merkingu í hugum fólks. Sumir líta á húðflúr sem persónulega tjáningu, aðrir líta á það sem skraut og enn aðrir sem eins konar minnisvarða. Hver sem skoðun fólks er á þessum málum er sennilega alltaf best að hafa það að leiðarljósi að þú sjáir ekki eftir flúrinu seinna. Eins þarf að vanda valið þegar kemur að húðflúrlistamanninum. Hann þarf að gæta fyllsta hreinlætis og kunna vel til verka svo að útkoman verði góð. Enn eins og allir þekkja eru ekki allar ákvarðanir jafn góðar. Glamour ræddi við nokkra einstaklinga sem segja farir sínar ekki sléttar þegar kemur að húðflúri.María Lilja Þrastardóttir.María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður, deilir áhugaverðri húðflúrssögu:„Ég var svokallaður vandræðaunglingur þó að ég sé ekki hrifin af því að nota slíka stimpla um nokkurn mann. Ég átti í einhverri innri togstreitu, hætti í menntaskóla og sótti í félagsskap sem var ef til vill ekki sá besti fyrir stúlku á þessum aldri, en ég var um það bil sautján ára gömul. Eitt skiptið – og ég man að það var á Þorláksmessu – var ég á einhverju djammi og endaði í eftirpartíi þar sem var tattúvél. Ég man svosem ekki mikið frá kvöldinu nema það að ég vaknaði á aðfangadag og með orðið „löpp“ tattúverað á fótinn á mér. Seinna var mér sagt að ég hefði átt frumkvæðið að öllu saman – vippað fætinum upp á borð og sagt við þann sem mundaði tattúvélina: „Er þetta ekki löpp – er ekki um að gera að láta vita af því?“Ég sá lengi eftir þessu, en í dag er ég orðin frekar ánægð með tattúið! Þetta er allavega góð saga. Svo þykir mér líka vænt um þetta tímabil mitt í sjálfsleit, því að þó að ég hafi gert ýmislegt sem ég sé eftir hefur það gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“Lestu meira í nýjasta tölublaði Glamour sem kemur í verslanir á morgun. Pantaðu áskrift hér.Fylgstu með Glamour á Facebook og Instagram. Mest lesið Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Stemmingin fönguð á Secret Solstice í gær Glamour Elísabet Bretadrottning á fremsta bekk Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Gleði og glaumur í jólaboði Glamour Glamour Sturlaðir tímar Glamour
Í nýjasta tölublaði Glamour má finna umfjöllun um húðflúr - Að sjá eftir húðflúri – misgóðar ákvarðanir í tengslum við tattú Fólk hefur ólíkar skoðanir á húðflúri. Sumir vilja láta þekja sig í bleki, öðrum finnst húðflúr ljótt. Allt þar á milli er líka til. Sé fólk orðið sjálfráða og hafi hug á að láta húðflúra sig er það gott og blessað ef rétt er að öllu staðið og vandað til verka. En tattú hefur ólíka merkingu í hugum fólks. Sumir líta á húðflúr sem persónulega tjáningu, aðrir líta á það sem skraut og enn aðrir sem eins konar minnisvarða. Hver sem skoðun fólks er á þessum málum er sennilega alltaf best að hafa það að leiðarljósi að þú sjáir ekki eftir flúrinu seinna. Eins þarf að vanda valið þegar kemur að húðflúrlistamanninum. Hann þarf að gæta fyllsta hreinlætis og kunna vel til verka svo að útkoman verði góð. Enn eins og allir þekkja eru ekki allar ákvarðanir jafn góðar. Glamour ræddi við nokkra einstaklinga sem segja farir sínar ekki sléttar þegar kemur að húðflúri.María Lilja Þrastardóttir.María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður, deilir áhugaverðri húðflúrssögu:„Ég var svokallaður vandræðaunglingur þó að ég sé ekki hrifin af því að nota slíka stimpla um nokkurn mann. Ég átti í einhverri innri togstreitu, hætti í menntaskóla og sótti í félagsskap sem var ef til vill ekki sá besti fyrir stúlku á þessum aldri, en ég var um það bil sautján ára gömul. Eitt skiptið – og ég man að það var á Þorláksmessu – var ég á einhverju djammi og endaði í eftirpartíi þar sem var tattúvél. Ég man svosem ekki mikið frá kvöldinu nema það að ég vaknaði á aðfangadag og með orðið „löpp“ tattúverað á fótinn á mér. Seinna var mér sagt að ég hefði átt frumkvæðið að öllu saman – vippað fætinum upp á borð og sagt við þann sem mundaði tattúvélina: „Er þetta ekki löpp – er ekki um að gera að láta vita af því?“Ég sá lengi eftir þessu, en í dag er ég orðin frekar ánægð með tattúið! Þetta er allavega góð saga. Svo þykir mér líka vænt um þetta tímabil mitt í sjálfsleit, því að þó að ég hafi gert ýmislegt sem ég sé eftir hefur það gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“Lestu meira í nýjasta tölublaði Glamour sem kemur í verslanir á morgun. Pantaðu áskrift hér.Fylgstu með Glamour á Facebook og Instagram.
Mest lesið Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Stemmingin fönguð á Secret Solstice í gær Glamour Elísabet Bretadrottning á fremsta bekk Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Gleði og glaumur í jólaboði Glamour Glamour Sturlaðir tímar Glamour