Lögmaður Hlínar: Rannsókn seinna málsins á frumstigi Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 12:08 Hlín Einarsdóttir. „Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
„Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25