„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 10:25 Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottu Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. Vísir/Valli „Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent