Forsætisráðherra upplýsi nánar um innihald hótunarbréfs Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2015 21:15 Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira