Annað fjárkúgunarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2015 13:54 Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25 Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00