Rifjar upp mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júní 2015 21:00 Andrés Jónsson rifjaði upp mútutilraun í tíð Davíðs Odssonar og segir forsætisráðherra hafa átt að eiga frumkvæði að því að upplýsa um atburði. Mynd/Stöð 2 Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira