Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júní 2015 11:44 Malín og Hlín hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra en þær vildu milljónir fyrir að upplýsa ekki um meint tengsl Sigmundar við Björn Inga. Vísir/Valli Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV. Björn Ingi og Hlín voru í sambandi frá árinu 2011 þar til síðla árs 2014. Tilkynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóvember í fyrra en fyrir átti Björn Ingi Vefpressuna sem rekur meðal annars Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Hlín var lengi ritstjóri Bleikt.Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar Samkvæmt heimildum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna. Lögreglan vildi framan af degi ekkert tjá sig um málið við Vísi en sendi á tólfta tímanum frá sér tilkynningu. Þar segir að systurnar hafi verið handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Þær hafi játað að hafa sent bréfið en í því var þess krafist að forsætisráðherra myndi koma milljónum króna fyrir á tilteknum stað í hrauninu. Þar voru þær svo handteknar.Sjá einnig: Játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki upplýsa um hve margir komu að aðgerð lögreglu á föstudaginn. Slatti var orðið sem Friðrik notaði í samtali við fréttastofu en fréttastofa greindi frá því í morgun að um umfangsmikla aðgerð hefði verið að ræða. Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi.Click here for an English version Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV. Björn Ingi og Hlín voru í sambandi frá árinu 2011 þar til síðla árs 2014. Tilkynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóvember í fyrra en fyrir átti Björn Ingi Vefpressuna sem rekur meðal annars Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Hlín var lengi ritstjóri Bleikt.Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar Samkvæmt heimildum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna. Lögreglan vildi framan af degi ekkert tjá sig um málið við Vísi en sendi á tólfta tímanum frá sér tilkynningu. Þar segir að systurnar hafi verið handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Þær hafi játað að hafa sent bréfið en í því var þess krafist að forsætisráðherra myndi koma milljónum króna fyrir á tilteknum stað í hrauninu. Þar voru þær svo handteknar.Sjá einnig: Játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki upplýsa um hve margir komu að aðgerð lögreglu á föstudaginn. Slatti var orðið sem Friðrik notaði í samtali við fréttastofu en fréttastofa greindi frá því í morgun að um umfangsmikla aðgerð hefði verið að ræða. Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi.Click here for an English version
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14