Umtalaðar forsíður 2. júní 2015 12:00 Umtalaðar forsíður síðustu ára. Í gær birtist Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair á fallegri mynd sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók. Er þetta í fyrsta sinn sem heimurinn fékk að kynnast Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, og óhætt að segja að forsíðan hefur vakið mikla athygli. Í tilefni af þessari umtöluðu forsíður en tilvalið að rifja upp nokkrar forsíður tímarita sem hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Allt frá Demi Moore með óléttukúluna að Kim Kardashian með beran botninn.Gallabuxur í fyrsta sinn.Á fyrstu forsíðu Vogue eftir að Anna Wintour tók við sem ritstjóri, í nóvember 1988, var fyrirsætan Michaela Bercu klædd í jakka frá Christian Lacroix og Guess gallabuxum. Þetta var í fyrsta sinn sem gallabuxur sáust á forsíðunni. Brúðarmyndin og hashtagg.Þau Kim Kardashian og Kanye West prýddu apríl forsíðu Vogue 2014, mánuði fyrir brúðkaupið þeirra og er sú forsíða ein sú umtalaðasta fyrr og síðar. Var þetta einnig í fyrsta sinn sem hashtag sást á forsíðu Vogue.Umtöluð forsíða sem fór fyrir brjóstið á mörgum.Á forsíðu Vogue í apríl 2008 voru þau Gisele Bundchen og LeBron James. Fór myndin fyrir brjóstið á mörgum og þótti hún minna um of á kvikmyndina King Kong.Demi Moore.Demi Moore sat fyrir hjá Annie Leibovitz fyrir Vanity Fair í ágúst 1991. Demi var nakin á myndinni og komin sjö mánuði á leið með dóttur sína og Bruce Willis. Myndin hneykslaði marga þá, en er í dag ein sú allra þekktasta. Braut Kim internetið?Kim Kardashian sat eftirminnilega fyrir með beran botninn á forsíðu Paper fyrir veturinn 2014. Fór internetið í orðsins fyllstu merkingu á hliðina daginn sem blaðið kom út. Fyrsta sinn í 13 ár.Fyrirsætan Jourdan Dunn sat fyrir á forsíðu breska Vogue í janúar 2015 og var það í fyrsta sinn í 13 ár að lituð fyrirsæta var á forsíðu blaðsins. Naomi Campbell sat fyrir á undan henni árið 2002. Að lokum forsíðan sem allir eru að tala um í dag. Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram. Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Nýi leðurjakkinn er síður og gamaldags Glamour
Í gær birtist Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair á fallegri mynd sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók. Er þetta í fyrsta sinn sem heimurinn fékk að kynnast Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, og óhætt að segja að forsíðan hefur vakið mikla athygli. Í tilefni af þessari umtöluðu forsíður en tilvalið að rifja upp nokkrar forsíður tímarita sem hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Allt frá Demi Moore með óléttukúluna að Kim Kardashian með beran botninn.Gallabuxur í fyrsta sinn.Á fyrstu forsíðu Vogue eftir að Anna Wintour tók við sem ritstjóri, í nóvember 1988, var fyrirsætan Michaela Bercu klædd í jakka frá Christian Lacroix og Guess gallabuxum. Þetta var í fyrsta sinn sem gallabuxur sáust á forsíðunni. Brúðarmyndin og hashtagg.Þau Kim Kardashian og Kanye West prýddu apríl forsíðu Vogue 2014, mánuði fyrir brúðkaupið þeirra og er sú forsíða ein sú umtalaðasta fyrr og síðar. Var þetta einnig í fyrsta sinn sem hashtag sást á forsíðu Vogue.Umtöluð forsíða sem fór fyrir brjóstið á mörgum.Á forsíðu Vogue í apríl 2008 voru þau Gisele Bundchen og LeBron James. Fór myndin fyrir brjóstið á mörgum og þótti hún minna um of á kvikmyndina King Kong.Demi Moore.Demi Moore sat fyrir hjá Annie Leibovitz fyrir Vanity Fair í ágúst 1991. Demi var nakin á myndinni og komin sjö mánuði á leið með dóttur sína og Bruce Willis. Myndin hneykslaði marga þá, en er í dag ein sú allra þekktasta. Braut Kim internetið?Kim Kardashian sat eftirminnilega fyrir með beran botninn á forsíðu Paper fyrir veturinn 2014. Fór internetið í orðsins fyllstu merkingu á hliðina daginn sem blaðið kom út. Fyrsta sinn í 13 ár.Fyrirsætan Jourdan Dunn sat fyrir á forsíðu breska Vogue í janúar 2015 og var það í fyrsta sinn í 13 ár að lituð fyrirsæta var á forsíðu blaðsins. Naomi Campbell sat fyrir á undan henni árið 2002. Að lokum forsíðan sem allir eru að tala um í dag. Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram.
Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Nýi leðurjakkinn er síður og gamaldags Glamour