Mikil reiði vegna afgreiðslu frumvarps Höskuldar úr þingnefnd Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2015 11:50 Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar hefur vakið hörð viðbrögð. Visir Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“ Alþingi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“
Alþingi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira