Pólski töffarinn Joanna Jedrzejczyk Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. júní 2015 12:00 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski MMA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski
MMA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira