Konur ekki sótt á hvalveiðiskipin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 22:14 Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira