Konur ekki sótt á hvalveiðiskipin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 22:14 Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira