Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:11 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason stendur við Skála Alþingis. Í dag var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, en styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, eina konan í hópi karlanna. Höggmyndin af Ingibjörgu er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Ragnhildur er fædd árið 1958, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 – 1981 og hlaut MFA-gráðu frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar sem hún var við nám 1986 – 1988. Styttan er steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu gerði steininn sem gengur upp úr stöplinum. Eftirtaldir aðilar gefa höggmyndina af fyrstu konunni sem settist á Alþingi í tilefni dagsins: Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Uppfært kl. 20:25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar láðist að geta þess var styttan sjálf var steypt. Því hefur nú verið bætt við fréttina. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í dag var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, en styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, eina konan í hópi karlanna. Höggmyndin af Ingibjörgu er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Ragnhildur er fædd árið 1958, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 – 1981 og hlaut MFA-gráðu frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar sem hún var við nám 1986 – 1988. Styttan er steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu gerði steininn sem gengur upp úr stöplinum. Eftirtaldir aðilar gefa höggmyndina af fyrstu konunni sem settist á Alþingi í tilefni dagsins: Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Uppfært kl. 20:25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar láðist að geta þess var styttan sjálf var steypt. Því hefur nú verið bætt við fréttina.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira