Al Jazeera um heilbrigðiskerfi Íslands: „Að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 14:23 Lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga eftir þriggja vikna verkfall. Vísir/Vilhelm Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26
Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12
Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30
Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29