Mosi og steinar lifnuðu við þegar sérsveitarmenn handtóku Hlín Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 10:30 Ljóst er að aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárkúgunarmálsins var þaulskipulögð. Vísir Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28
Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54
Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15