Gæti reynst falinn fjarsjóður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2015 06:00 Kim og Andrea ásamt Úlfari Hinrikssyni, þjálfari U21-árs landsliðsins. vísir/stefán Stúlkurnar í U17 ára landsliði kvenna komu saman í gær og æfðu við Kórinn í Kópavogi, en á mánudaginn hefja þær leik í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið er á Íslandi að þessu sinni. Ísland er í virkilega erfiðum riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Spánar og Englands. Það verður því við ramman reip að draga, en íslenska liðið hefur fengið „liðsstyrk“, ef þannig má að orði komast, fyrir mótið. Í hópnum er stúlka að nafni Kim Olafsson Gunnlaugsson sem á íslenskan föður og móður frá Lúxemborg. Hún spilar með gríðarlega sterku unglingaliði Evrópumeistara Frankfurt.Markahæst í Þýskalandi „Hún er íslenskur ríkisborgari en búsett í Lúxemborg. pabbi hennar hafði samband síðasta sumar og lét vita af henni og þá kom í ljós að stelpan var bara virkilega spræk í fótbolta. Ég hef ekki tekið hana með í landsleik enn þá en ákvað að taka hana inn í þennan hóp,“ segir Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið. Kim býr nú í Frankfurt þar sem hún stundar nám og spilar fótbolta með yngri liðum FFC Frankfurt. Hún er mikill markaskorari og er markahæst í norðurdeild U17 deild Þýskalands. „Ég hef horft á DVD af henni og svo æfði hún með Stjörnunni síðasta sumar,“ segir Úlfar, en vonandi er þarna kominn framtíðarmarkaskorari A-landsliðsins.Sum símtöl skila sér Kim er ekki eina stúlkan í hópnum sem gæti reynst falinn fjársjóður til framtíðar. Andrea Celeste Thorisson, leikmaður Svíþjóðarmeistara FC Rosengård, sem er liðið sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, fær einnig tækifæri til að láta ljós sitt skína á stóra sviðinu. „Hún er allt öðruvísi leikmaður en þær íslensku og hefur t.a.m. gríðarlega mikla stjórn með boltann við fæturna. Þetta er stelpa sem Þóra Björg og Sara Björk vísuðu á sem og Hlynur Birgisson,“ segir Úlfar, en Andrea á íslenskan föður en móður frá Perú. Andrea hefur verið viðloðandi U17 ára liðið í eitt ár og spilað ellefu leiki. Hún skoraði þrennu gegn Færeyjum í apríl í fyrra. „KSÍ fær svona fyrirspurnir út um allt og ég er beðinn um að fylgja þeim eftir. Úr sumu verður ekkert en stundum fáum við leikmenn eins og Andreu og Kim,“ segir Úlfar.Margar fá séns Fleiri dæmi eru um slíkar stúlkur sem hafa ekki búið hérlendis, ýmist aldrei eða ekki í fjölda ára, sem fá tækifæri með U17. „Eftir því sem íslenska útrásin eykst erlendis fjölgar þessum stúlkum. Hanna Hannesdóttir, sem spilar með KR í Pepsi-deildinni, er búsett í Bandaríkjunum og svo er Elma Mekkín Dervic að fara með okkur á Norðurlandamótið. Hún býr í Noregi“ segir Úlfar,. „Við æfum svo lítið að við viljum taka þessar stelpur blint með í verkefni bara eins og Dagbjörtu Ínu, dóttur Guðjóns Vals, sem var með okkur á dögunum,“ segir Úlfar, sem vill gefa sem flestum tækifæri í U17 ára liðinu. „Við erum að nota 21-30 leikmenn á ári. Við reyndum að halda kjarnanum af þessum bestu leikmönnum en annars hrærum við mikið til og leyfum mörgum að spila. Þessir afburðaleikmenn eins og Margrét Lára, sem var farin að spila með A-landsliðinu á þessum aldri, eru ekki til lengur eða fer allavega fækkandi,“ segir Úlfar.Fá fjölmiðlakennslu Þrátt fyrir að verkefnið sé erfitt á mótinu sjálfu segir Úlfar hug vera í stelpunum að gera vel. „Það verður svo bara að koma í ljós hvort hraðinn hjá þessum þjóðum sem við spilum við verði of mikill eða hvort við náum að aðlagast þessu strax,“ segir hann. Undirbúningurinn er kominn á fullt og snýst hann ekki bara um að æfa sig í fótbolta. „Við fáum starfsmann frá KSÍ sem ætlar að kenna stúlkunum aðeins á það hvernig skal tækla fjölmiðla. Það þarf að búa þær undir athyglina sem þær vonandi fá og þegar þær fá símtöl. Það er bara verið að kenna þeim að hugsa og haga sér eins og atvinnumenn og A-landsliðskonur,“ segir Úlfar Hinriksson. Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Stúlkurnar í U17 ára landsliði kvenna komu saman í gær og æfðu við Kórinn í Kópavogi, en á mánudaginn hefja þær leik í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið er á Íslandi að þessu sinni. Ísland er í virkilega erfiðum riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Spánar og Englands. Það verður því við ramman reip að draga, en íslenska liðið hefur fengið „liðsstyrk“, ef þannig má að orði komast, fyrir mótið. Í hópnum er stúlka að nafni Kim Olafsson Gunnlaugsson sem á íslenskan föður og móður frá Lúxemborg. Hún spilar með gríðarlega sterku unglingaliði Evrópumeistara Frankfurt.Markahæst í Þýskalandi „Hún er íslenskur ríkisborgari en búsett í Lúxemborg. pabbi hennar hafði samband síðasta sumar og lét vita af henni og þá kom í ljós að stelpan var bara virkilega spræk í fótbolta. Ég hef ekki tekið hana með í landsleik enn þá en ákvað að taka hana inn í þennan hóp,“ segir Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið. Kim býr nú í Frankfurt þar sem hún stundar nám og spilar fótbolta með yngri liðum FFC Frankfurt. Hún er mikill markaskorari og er markahæst í norðurdeild U17 deild Þýskalands. „Ég hef horft á DVD af henni og svo æfði hún með Stjörnunni síðasta sumar,“ segir Úlfar, en vonandi er þarna kominn framtíðarmarkaskorari A-landsliðsins.Sum símtöl skila sér Kim er ekki eina stúlkan í hópnum sem gæti reynst falinn fjársjóður til framtíðar. Andrea Celeste Thorisson, leikmaður Svíþjóðarmeistara FC Rosengård, sem er liðið sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, fær einnig tækifæri til að láta ljós sitt skína á stóra sviðinu. „Hún er allt öðruvísi leikmaður en þær íslensku og hefur t.a.m. gríðarlega mikla stjórn með boltann við fæturna. Þetta er stelpa sem Þóra Björg og Sara Björk vísuðu á sem og Hlynur Birgisson,“ segir Úlfar, en Andrea á íslenskan föður en móður frá Perú. Andrea hefur verið viðloðandi U17 ára liðið í eitt ár og spilað ellefu leiki. Hún skoraði þrennu gegn Færeyjum í apríl í fyrra. „KSÍ fær svona fyrirspurnir út um allt og ég er beðinn um að fylgja þeim eftir. Úr sumu verður ekkert en stundum fáum við leikmenn eins og Andreu og Kim,“ segir Úlfar.Margar fá séns Fleiri dæmi eru um slíkar stúlkur sem hafa ekki búið hérlendis, ýmist aldrei eða ekki í fjölda ára, sem fá tækifæri með U17. „Eftir því sem íslenska útrásin eykst erlendis fjölgar þessum stúlkum. Hanna Hannesdóttir, sem spilar með KR í Pepsi-deildinni, er búsett í Bandaríkjunum og svo er Elma Mekkín Dervic að fara með okkur á Norðurlandamótið. Hún býr í Noregi“ segir Úlfar,. „Við æfum svo lítið að við viljum taka þessar stelpur blint með í verkefni bara eins og Dagbjörtu Ínu, dóttur Guðjóns Vals, sem var með okkur á dögunum,“ segir Úlfar, sem vill gefa sem flestum tækifæri í U17 ára liðinu. „Við erum að nota 21-30 leikmenn á ári. Við reyndum að halda kjarnanum af þessum bestu leikmönnum en annars hrærum við mikið til og leyfum mörgum að spila. Þessir afburðaleikmenn eins og Margrét Lára, sem var farin að spila með A-landsliðinu á þessum aldri, eru ekki til lengur eða fer allavega fækkandi,“ segir Úlfar.Fá fjölmiðlakennslu Þrátt fyrir að verkefnið sé erfitt á mótinu sjálfu segir Úlfar hug vera í stelpunum að gera vel. „Það verður svo bara að koma í ljós hvort hraðinn hjá þessum þjóðum sem við spilum við verði of mikill eða hvort við náum að aðlagast þessu strax,“ segir hann. Undirbúningurinn er kominn á fullt og snýst hann ekki bara um að æfa sig í fótbolta. „Við fáum starfsmann frá KSÍ sem ætlar að kenna stúlkunum aðeins á það hvernig skal tækla fjölmiðla. Það þarf að búa þær undir athyglina sem þær vonandi fá og þegar þær fá símtöl. Það er bara verið að kenna þeim að hugsa og haga sér eins og atvinnumenn og A-landsliðskonur,“ segir Úlfar Hinriksson.
Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki