Sænska bloggdrottningin hættir Ritstjórn skrifar 18. júní 2015 22:30 Elin Kling var einn vinsælasti tískubloggari í heimi. Glamour/Getty Einn vinsælasti tískubloggari í heimi, hin sænska Elin Kling tilkynnti á síðu sinni The Wall á dögunum að hún væri hætt. Kling er ein af fyrstu tískubloggurunum í heimi og tókst á stuttum tíma að skapa sér nafn innan tískuheimsins sem einn af flaggberum skandinavískarar tísku. Hún var til að mynda fyrsti bloggarinn til að hanna línu fyrir sænska verslanarisann H&M sem aðeins var seld í heimalandinu og seldist upp á methraða. Í kjölfarið fluttist hún til New York þar sem hún breytti bloggsíðu sinni í tískufréttaveituna The Wall og stofnaði fatamerkið Totéme ásamt eiginmanni sínum. Einnig er Kling listrænn stjórnandi hjá sænska tímaritinu Styleby.Kling á nú von á sínu fyrsta barni en hún er hvergi nærri hætt að setja sitt mark á tískuheiminn en hún verður einn af ráðgjöfum The Net Set, samfélagsmiðill sem einblínir á tísku, sem Net-a-Porter hefur sett á laggirnar. Við hlökkum til að fylgjast með því! Kling ásamt Emily Weiss, stofnanda förðunarsíðunnar Into the Gloss.Mynduð á tískuvikunni.Svart frá toppi til táar.Kling ásamt einum vinsælasta bloggara Noregs, Hanneli Mustaparta. Excited to be one of the Style Concils for @TheNetSet Join me for everyday shopping-inspiration! #TheNetSet @netaporter A photo posted by Elin Kling (@elinkling) on Jun 18, 2015 at 8:31am PDTFylgstu með Glamour á Facebook og Instagram. Mest lesið Kylie Jenner fær sinn eigin raunveruleikaþátt Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Glamour Skildi óvænt eftir sig bók Glamour Í kjól þöktum 275 þúsund demöntum Glamour Leyndu óléttunni í 9 mánuði Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Ertu í ruglinu í ræktinni? Glamour
Einn vinsælasti tískubloggari í heimi, hin sænska Elin Kling tilkynnti á síðu sinni The Wall á dögunum að hún væri hætt. Kling er ein af fyrstu tískubloggurunum í heimi og tókst á stuttum tíma að skapa sér nafn innan tískuheimsins sem einn af flaggberum skandinavískarar tísku. Hún var til að mynda fyrsti bloggarinn til að hanna línu fyrir sænska verslanarisann H&M sem aðeins var seld í heimalandinu og seldist upp á methraða. Í kjölfarið fluttist hún til New York þar sem hún breytti bloggsíðu sinni í tískufréttaveituna The Wall og stofnaði fatamerkið Totéme ásamt eiginmanni sínum. Einnig er Kling listrænn stjórnandi hjá sænska tímaritinu Styleby.Kling á nú von á sínu fyrsta barni en hún er hvergi nærri hætt að setja sitt mark á tískuheiminn en hún verður einn af ráðgjöfum The Net Set, samfélagsmiðill sem einblínir á tísku, sem Net-a-Porter hefur sett á laggirnar. Við hlökkum til að fylgjast með því! Kling ásamt Emily Weiss, stofnanda förðunarsíðunnar Into the Gloss.Mynduð á tískuvikunni.Svart frá toppi til táar.Kling ásamt einum vinsælasta bloggara Noregs, Hanneli Mustaparta. Excited to be one of the Style Concils for @TheNetSet Join me for everyday shopping-inspiration! #TheNetSet @netaporter A photo posted by Elin Kling (@elinkling) on Jun 18, 2015 at 8:31am PDTFylgstu með Glamour á Facebook og Instagram.
Mest lesið Kylie Jenner fær sinn eigin raunveruleikaþátt Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Glamour Skildi óvænt eftir sig bók Glamour Í kjól þöktum 275 þúsund demöntum Glamour Leyndu óléttunni í 9 mánuði Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Ertu í ruglinu í ræktinni? Glamour